Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Bræðranna Diogo Jota og Andre Silva verður minnst fyrir leik Sviss og Íslands í Bern í kvöld.
Liðin mætast í 2. umferð riðlakeppni EM, en fyrir leik verður mínútu þögn til að heiðra minningu knattspyrnumannanna sem létust í bílslysi á Spáni á dögunum.
Bæði lið þurfa á sigri að halda í kvöld eftir tap í fyrstu umferðinni. Tapliðið í kvöld er að öllum líkindum úr leik þó ein umferð sé eftir.