Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Íslenskir landsliðsmenn fengu greinilega frjálsan tíma seinni hluta dags hér í Thun, en æft var í morgun.
Leikmenn hafa verið á vappi um miðbæinn undanfarna tíma og mátti meðal annars sjá Sveindísi Jane Jónsdóttur og Rob Holding, fyrrum leikmann Arsenal og nú Crystal Palace, spóka sig um.
Eins og flestir vita tapaði Ísland 1-0 gegn Finnum í fyrsta leik EM í gær. Liðið þarf helst að vinna Sviss í næsta leik á sunnudag, áður en það mætir Noregi í lokaleik riðlakeppninnar eftir slétta viku.