Út er komið á Spotify og allar helstu streymisveitur nýtt lag, Heima Heimaey, með hljómsveitinni Hr. Eydís og söngkonunni Ernu Hrönn. Hljómsveitin tók gamla partýslagarann Heya Heya með The Blaze frá 1982 og færði hann yfir í íslenskt partýform, í senn óður til Vestmannaeyja og gleðinnar á Þjóðhátíð.
„Mig hefur í nokkurn tíma langað að gera þessa útgáfu, en hugmyndinni laust niður í hausinn á mér þegar ég lá í heitum potti í sumarbústað og heyrði Heya Heya með The Blaze spilað í Hamingjustund þjóðarinnar á Bylgjunni. Það var eiginlega ómögulegt að sleppa þessu, svissa bara Heya Heya Hey yfir í Heima Heimaey og málið dautt!“ segir Örlygur Smári einn meðlima Hr. Eydís og bætir við „…þó við verðum ekki á Þjóðhátíð í sumar létum við það ekki stoppa okkur, en við ætlum að trylla Hjarta Hafnarfjarðar og Akureyri um versló.“
Smelltu á play og komdu þér í Vestmannaeyjagírinn!