fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 16:30

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands segir finnska landsliðið líta svo á að það verði að hafa betur gegn Stelpunum okkar í fyrsta leik á EM á morgun.

Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Kom hann þar inn á að fólkið í kringum finnska liðið hafði fagnað þegar það dróst gegn Íslandi, en í riðlinum eru einnig Noregur og Sviss.

Á blaðamannafundi fyrr í dag töluðu fulltrúar finnska liðsins um að íslenska liðið væri sigurstranglegra fyrir leik morgundagsins.

„Það er ekkert óeðlilegt að tala þannig ef við horfum í stöður og það sem á undan hefur gengið. En finnska liðið er gott og mjög vinnusamt. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær,“ sagði Þorsteinn.

„Þetta er tálsmáti sem þær nota en ég veit að þær horfa í það að verða að vinna þennan leik á morgun.“

Hvað leikinn sjálfan og markmið Íslands varðar var Þosteinn skýr í svörum.

„Þetta eru bara þrír leikir svo þeir skipta allir gríðarlegu máli. Fyrsti leikur skiptir miklu máli upp á framhaldið. Við munum gera allt til að vinna þennan leik en svo sjáum við til hvað kemur úr því. Fyrsti leikur er alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn fyrir framhaldið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur