fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 09:30

Tekið í garði liðshótelsins í gær, þar sem var þungt yfir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Eftir mikla sól og hitabylgju í Sviss, og víðar á meginlandi Evrópu undanfarna daga, skullu á þrumur og eldingar með tilheyrandi roki og rigningu í gær. Íslenska kvennalandsliðið, sem statt er í Sviss vegna Evrópumótsins, fagnaði þessu.

Íslenska liðið hefur leik á EM á morgun, er það mætir Finnlandi í fyrsta leik riðlakeppnirnar. Í riðli Íslands eru einnig Sviss og Noregur. Stelpurnar okkar hófu formlegan undirbúning sinn fyrir EM í Serbíu í síðustu viku og var leikinn æfingaleikur þar. Hitinn fór upp undir 40 gráður og var einnig heitt er liðið kom hingað til Sviss á laugardag.

Það var því kærkomið að fá smá rok, rigningu og aðeins lægra hitastig í gær, eins og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á í viðtali við 433.is.

„Það er ekki loftkæling á hótelinu svo það er gott að fá smá vind og aðeins kaldara veður,“ sagði Karólína og aðrir leikmenn íslenska liðsins tóku í svipaðan streng í viðtölum gærdagsins.

Það er þó spáð töluverðum hita og sól þegar leikurinn á morgun er flautaður á. Það truflar Stelpurnar okkar þó ekki, eins og þær komu inn á í viðtölum í gær.

Dagskrá Íslands á EM
2. júlí gegn Finnum
6. júlí gegn Sviss
10. júlí gegn Noregi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana
433Sport
Í gær

Klopp setur mikla pressu á Wirtz

Klopp setur mikla pressu á Wirtz