fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. júní 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein skærasta stjarna íslenska landsliðsins, gæti verið að færa sig um set næstu daga og gaf hún það í skyn í samtali við 433.is í dag.

Karólína er að sjálfsögðu stödd með íslenska liðinu á EM, þar sem það hefur leik gegn Finnum á miðvikudag. Hún ræddi komandi leik í viðtalinu en var einnig spurð út í sína framtíð.

Karólína er sterklega orðuð við ítalska stórliðið Inter um þessar mundir. Hún er samningsbundin Bayern Munchen en hefur verið á láni hjá Bayer Leverkusen undanfarin tvö ár.

„Ég er samningsbundinn Bayern eins og stendur en ég get sagt ykkur það að framtíð mín mun ráðast á næstu dögum,“ sagði Karólína, spurð út í sögusagnirnar.

video
play-sharp-fill

Hún ræddi einnig tímann hjá Leverkusen sem reyndist henni dýrmætur.

„Ég átti góð tvö ár og sé ekki eftir því að hafa farið þangað. Mér leið mjög vel og lærði mikið. Þetta voru mismunandi ár, ég skoraði mikið og gekk vel fyrra árið en seinna árið var aðeins erfiðari og fótboltinn hentaði mér ekki beint.“

Nánar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

„Það er allt upp á tíu hér“

„Það er allt upp á tíu hér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

David Beckham vakti athygli í gær með hendina í fatla – Sjáðu myndina

David Beckham vakti athygli í gær með hendina í fatla – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hallgrímur skoðaði sjóðheita framherjann í gær – Að minnsta kosti fimm lið í Lengjudeildinni skoða málið

Hallgrímur skoðaði sjóðheita framherjann í gær – Að minnsta kosti fimm lið í Lengjudeildinni skoða málið
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar
433Sport
Í gær

Besta deildin: Eiður Gauti hetjan gegn FH – Víkingar unnu Aftureldingu

Besta deildin: Eiður Gauti hetjan gegn FH – Víkingar unnu Aftureldingu
Hide picture