fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Eru skyndilega með þykkt veski og vilja taka Gyokeres fyrir framan nefið á Arsenal og United

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. júní 2025 19:30

Viktor Gyokeres. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enn óvíst hvert Viktor Gyokeres fer í sumar, en ítalskir miðlar segja nú að AC Milan sé farið að sýna honum áhuga.

Sænski framherjinn er kominn í stríð við Sporting til að reyna að komast frá félaginu. Er hann allt annað en sáttur við vinnuveitendur sína, þar sem hann taldi sig hafa loforð um að mega fara fyrir 60 milljónir punda í sumar.

Sporting vill hins vegar fá töluvert meira, en klásúla í samningi Gyokeres er upp á 85 milljónir punda. Kappinn neitar að mæta aftur á æfingar portúgalska félagsins vegna stöðu mála.

Arsenal hefur verið talinn líklegasti áfangastaður Gyokeres en Manchester United, með fyrrum stjóra Gyokeres hjá Sporting, Ruben Amorim, við stjórnvölinn hefur einnig mikinn áhuga.

Nú herma fregnir frá Ítalíu að Milan vilji hins vegar nýta sér það að hafa nóg milli handanna eftir sölur sumarsins og freista þess að kaupa Gyokeres.

Félagið seldi Tijani Reijnders til Manchester City fyrir um 46 milljónr punda og Theo Hernadnez er á leið til Al-Hilal fyrir 26 milljónir punda. Þá er Milan að selja Alvaro Morata og Malich Thiaw til Como fyrir samtals 34 milljónir punda.

Veskið er því þykkt í Mílanó og dreymir félagið um að nota peninginn í Gyokeres, sem hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting í tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“