fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Bergur Þór: „Mér leið eins og þetta væri eina leiðin út“

Fókus
Miðvikudaginn 18. júní 2025 17:30

Bergur er nýjasti gestur Sterk saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var ungur farinn að glíma við kvíða þó það hafi ekki verið kallað því nafni þá,” segir Bergur Þór Jónsson, 53 ára faðir úr Borgarnesi. Bergur er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman þar sem hann talar meðal annars um þunglyndi og kvíða.

Bergur hefur skrifað bók, er með heimasíðu og lifir í sátt og samlyndi við kvíðann sinn, svona oftast.

Í þættinum kemur fram að Bergur hafi alltaf verið með lítið sjálfstraust og langaði hann að flýja frá eigin huga.

„Ég man vel eftir því að drekka í fyrsta skipti og fann þá mikinn létti,” segir hann meðal annars og bætir við að unglingsárin hafi mikið snúist um djamm og sveitaböll. En honum leið þó alltaf djöfullega eftir drykkju.

„Ég eignaðist konu og börn. Lífið varð gott og venjulegt,” segir hann en um þrítugt náði þunglyndi og kvíði yfirhöndinni í lífi Bergs og hann ætlaði að binda endi á líf sitt.

„Ég hélt framhjá konunni minni, var búinn að taka allt of mikið af verkefnum að mér og mér leið eins og þetta væri eina leiðin út“.

Sem betur fer aðstoðaði konan hans hann, hann fór til læknis, sálfræðings og lærði að opna sig.

Viðtalið við Berg Þór má nálgast í heild sinni á öllum helstu hlaðvarpsveitum, til dæmis Spotify:

<

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Í gær

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ljósbrot tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025

Ljósbrot tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa lent í túristagildru á veitingastað á Íslandi – „Diskurinn kom nákvæmlega svona“

Segist hafa lent í túristagildru á veitingastað á Íslandi – „Diskurinn kom nákvæmlega svona“