fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Viktor er búinn að nota bótox í 10 ár og er ekki hættur – „Maður var einu sinni meira frosinn“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. júní 2025 07:30

Viktor Andersen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki hættur. En þetta er komið gott í bili. Ég stefni á aðra upper lip lift eftir sumarið. Þá er tekinn bara biti af húðinni hérna undir nefinu og bara fært efri vörina upp og saumarnir hérna bara undir nefinu, þannig að það sést minna. Mig langar að taka aðeins meira og þú veist, eftir smá tíma getur efri vörin sigið aðeins aftur niður. Nú er ég ennþá með svona bólgur í húðinni. Ég þarf að bíða aðeins. Það er ekki komið ár síðan ég fór í þessa aðgerð.
Ég er góður í bili og svo bara upkeap með fyllingarefni og bótox,“

segir Viktor Anderson aðspurður um hvort hann sé hættur að fara í fegrunaraðgerðir. Viktor starfar sem hjúkrunarfræðingur Landspítalanum. Viktor vakti nýverið athygli fyrir þættina Tilbrigði um fegurð. Í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins segir Viktor frá lífi sínu og þeim áskorunum sem hann hefur tekist á við.

Viktor fer reglulega í bótox og aðspurður um hversu oft hann fari:

„Bótox fer ég fjórum sinnum til fimm sinnum á ári. Ég þarf að fara oft. Ég er búinn að nota bótox núna í tíu ár, þannig að ég er farinn að mynda þol fyrir því, þannig ég þarf meira. Fyllingarefnið fer ég svona einu sinni til tvisvar á ári. Ég set bótox hérna í ennið. Ég set á milli augabrúnanna, hérna fyrir ofan augabrúnirnar, hérna í kringum augun. Hérna yfir varirnar og í þessa vöðva hér og í platysma vöðvann hérna. Ég er alltaf með smá hreyfingu.“

Viktor segist ná að hreyfa andlitið meira með tímanum.

„Maður var einu sinni meira frosinn.“

Viktor segist alltaf fara á sömu stofu og vera sáttur þar. Hann er búinn að fara á námskeið að gera bótox og fyllingarefni.

„Ég myndi kannski alveg geta gert botoxið, en ég held eins og er myndi ég ekki treysta sjálfum mér að gera fyllingarefni. Þú veist, ég vinn ekki við þetta og ég er ekkert búinn að vera að halda þekkingunni minni við. En ég fór sem sagt síðastliðinn nóvember á þessi námskeið.“

Aðspurður um hvort geti ekki verið hættulegt að framkvæma slíkar meðferðir á sjálfum sér segir Viktor:

„Já, ef maður náttúrlega er eitthvað að fara missa sig í þessu. En jú maður verður auðvitað að passa, bara eins og ef maður er að gera þetta við aðra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Í gær

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðaskáldin kveðja liðið ár með söng – „2025 er horfið í hið græna gímald eilífðarinnar“

Vandræðaskáldin kveðja liðið ár með söng – „2025 er horfið í hið græna gímald eilífðarinnar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Elva bað sinnar heittelskuðu

Þórdís Elva bað sinnar heittelskuðu