fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hjörvar var beðinn um að fylgjast með þessu í Kópavogi í gær – „Þetta er einn besti leikþátturinn sem er í gangi í dag“

433
Mánudaginn 2. júní 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Football, Hjörvar Hafliðason var mættur í Kópavoginn í gær þegar Breiðablik vann 3-1 sannfærandi sigur á Víkingum í leik þessara bestu liða landsins.

Víkingur og Breiðablik hafa haft mikla yfirburði í íslenskum fótbolta en Blikar höfðu yfirhöndina í gær.

Hjövar sat í stúkunni og það voru nokkrir Blikar rétt hjá honum sem bentu honum að horfa á varamannabekk Blika ef þeir myndu skora.

„Það var mjög áhugavert stöff í þessum leik, ég sat hjá sérfræðingateymi Blika. Þeir báðu mig að taka eftir því þegar Blikar skora, þá joggar Haraldur Björnsson markmanns þjálfari og kallar „Fókus“. Hann bendir á hausinn á sér og á Anton Ara,“ sagði Hjörvar í þætti sínum í dag.

Hjörvar segir að þetta sé ansi skemmtilegt. „Þetta er einn besti leikþátturinn sem er í gangi í íslenskum fótbolta í dag, hann gerir þetta alltaf.“

Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks hélt fókusnum vel í gær. „Anton hélt að þetta væri eitthvað merkilegt og kippti sér við, þá kom bara „Fókus“.“

Haraldur er á sínu öðru ári sem markmannsþjálfari Breiðabliks en hann átti farsælan feril með leikmaður bæði í atvinnumennsku og hér á landi með Val og Stjörnunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea