fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar var beðinn um að fylgjast með þessu í Kópavogi í gær – „Þetta er einn besti leikþátturinn sem er í gangi í dag“

433
Mánudaginn 2. júní 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Football, Hjörvar Hafliðason var mættur í Kópavoginn í gær þegar Breiðablik vann 3-1 sannfærandi sigur á Víkingum í leik þessara bestu liða landsins.

Víkingur og Breiðablik hafa haft mikla yfirburði í íslenskum fótbolta en Blikar höfðu yfirhöndina í gær.

Hjövar sat í stúkunni og það voru nokkrir Blikar rétt hjá honum sem bentu honum að horfa á varamannabekk Blika ef þeir myndu skora.

„Það var mjög áhugavert stöff í þessum leik, ég sat hjá sérfræðingateymi Blika. Þeir báðu mig að taka eftir því þegar Blikar skora, þá joggar Haraldur Björnsson markmanns þjálfari og kallar „Fókus“. Hann bendir á hausinn á sér og á Anton Ara,“ sagði Hjörvar í þætti sínum í dag.

Hjörvar segir að þetta sé ansi skemmtilegt. „Þetta er einn besti leikþátturinn sem er í gangi í íslenskum fótbolta í dag, hann gerir þetta alltaf.“

Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks hélt fókusnum vel í gær. „Anton hélt að þetta væri eitthvað merkilegt og kippti sér við, þá kom bara „Fókus“.“

Haraldur er á sínu öðru ári sem markmannsþjálfari Breiðabliks en hann átti farsælan feril með leikmaður bæði í atvinnumennsku og hér á landi með Val og Stjörnunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Van Dijk svarar Wayne Rooney og sakar hann um leti

Van Dijk svarar Wayne Rooney og sakar hann um leti
433Sport
Í gær

Sprakk loks út hjá Rúnari – Nefnir nokkur lykilatriði sem spiluðu inn í

Sprakk loks út hjá Rúnari – Nefnir nokkur lykilatriði sem spiluðu inn í
433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið