fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Besta deildin: ÍA skoraði fjögur gegn Blikum – Dramatískt sigurmark í tveimur leikjum

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. maí 2025 18:13

Viktor Jónsson er leikmaður ÍA. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum leikjum var að ljúka í Bestu deild karla en heil umferð fer fram í dag og er aðeins einn leikur eftir.

Lokaleikur dagsins er viðureign Stjörnunnar og KR en flautað er til leiks eftir um klukkutíma eða 19:15.

Nokkrir athyglisverðir leikir voru spilaðir klukkan 16:15 í dag en níunda umferð deildarinnar klárast þennan fimmtudag.

ÍBV vann til að mynda frábæran heimasigur á FH en lokatöur í Eyjum voru 2-1 eftir dramatískt sigurmark Sverris Páls Hjaltested á 92. mínútu.

Óvæntustu úrslitin voru klárlega í Kópavogi en Breiðablik tapaði 1-4 heima gegn ÍA sem hefur verið í brasi í byrjun tímabils.

ÍA komst í 3-0 í þessum leik áður en Tobias Thomsen lagaði stöðuna úr vítaspyrnu en gestirnir skoruðu svo fjórða markið seint í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Valur vann þá Aftureldingu 0-2 í Mosfellsbæ og Fram tapaði heima 1-2 gegn KA eftir annað dramatískt mark í uppbótartíma.

Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson sá um að tryggja KA sigur í þessum leik og um leið þriðja sigur liðsins í deild á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum