fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Katrín útnefnd heiðursfélagi Hins íslenska töframannagildis

Fókus
Fimmtudaginn 29. maí 2025 08:59

Katrín tekur við nafnbótinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið útnefnd heiðursfélagi Hins íslenska töframannagildis. Frá þessu greinir Katrín í skemmtilegri færslu á Facebook en hún er sú þriðja sem hlotnast þessi heiður.

„Fyrir allmörgum árum ákváðum við vinkonurnar Halldóra Björt Ewen að sækja um inngöngu í Hið íslenska töframannagildi. Hugmyndin spratt af því að við höfum stundum sýnt töfrabrögð á skemmtikvöldum íslenskunema (sem voru kölluð kraptakvöld í þá daga) og skemmt okkur sjálfum konunglega á þeim sýningum. Við sóttum sem sagt um inngöngu og mættum á fund gildisins í Breiðholti. Þar tókum við nokkurs konar inntökupróf með því að sýna eitt töfrabragð sem við höfðum lagt töluverða vinnu í ef ég man þetta rétt,“ skrifar Katrín.

Vinkonurnar fengu inngöngu í gildið og tóku síðan þátt í nokkur ár. 

Í stuttu máli var okkur hleypt inn í gildið og við tókum svo þátt í nokkur ár.

„Hápunkturinn var líklega töfrasýning í Salnum en ég á enn búninginn sem ég nýtti í þá sýningu (og gæti því fræðilega endurtekið þetta atriði),“ skrifar Katrín.

Katrín hefur síðan reglulega minnst á töfrana í ræðu og riti og rifjar það upp að einu sinni hafi hún, þá komin í virðulegt embætti, mætt út á Grund og sýnt töfrabrögð.

„Fyrir nokkrum dögum var ég svo beðin um að mæta á fund í Hinu íslenska töframannagildi sem var haldinn í gærkvöldi. Þar hlaut ég þá viðurkenningu að vera útnefnd heiðursfélagi Hins íslenska töframannagildis, sú þriðja sem hlýtur þá nafnbót. Mér þótti afar vænt um þessa stund. Og hver veit nema töfrarnir kalli mann aftur til sín!,“ skrifar forsætisráðherrann fyrrverandi.

Hér má lesa færslu Katrínar í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna