Svo virðist sem FIFA vilji fá Cristiano Ronaldo til að semja við lið sem er á leið á HM félagsliða.
Ronaldo virtist vera að kveðja Al-Nassr í gær eftir tvö og hálft ár hjá félaginu.
FIFA lak út blaði þar sem Gianni Infantino forseti FIFA segir að stefnan sé að Ronaldo verði með á mótinu.
Al-Nassr er ekki á leið á mótið og eru því nokkur lið nefnd til sögunnar sem gætu samið við Ronaldo fyrir mótið sem hefst um miðjan júní.
Þrjú stórlið eru sögð koma til greina og það eru Chelsea, Inter Miami og Real Madrid.
Þá eru Casablanca frá Marokkó og CF Monterrey frá Mexíkó eru einnig nefnd til sögunnar. Þá eru Palmeiras frá Brasilíu og Al Hilal frá Sádí Arabíu sömuleiðis.