fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
433Sport

Skelfingin í Liverpool: Sá grunaði er heimamaður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. maí 2025 19:29

Mynd frá vettvangi í Liverpool. Mynd: DV_KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá var ekið á hóp fólks þegar mikill fögnuður stóð yfir í Liverpool á Englandi til að fagna meistaratitli fótboltafélagsins sem er samnefnt borginni.

Breskir fjölmiðlar greina frá því að 53 ára hvítur, breskur karlmaður sem er frá Liverpool-svæðinu hafi verið handtekinn vegna gruns um aðild að málinu ekki liggur fyrir hvort hann ók bílnum. Lögregla hefur staðfest aldur og uppruna hins handtekna.

Liverpool FC. segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að félagið muni styðja við vinnu viðbragðsaðila í einu og öllu og hugur þess sé hjá þeim sem ekið var á.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu margir eru slasaðir og þá hversu illa og hvort einhverjir eru látnir. Lögregla hefur beðið fólk að vera ekki með getgátur opinberlega um hvað manninum gekk til. Því hefur ranglega verið haldið fram á samfélagsmiðlum að hinn handtekni sé hælisleitandi en lögreglan á svæðinu hefur eins og áður segir staðfest í yfirlýsingu að maðurinn sé Breti og heimamaður, frá Liverpool-svæðinu í þokkabót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðræður við Partey hafnar

Viðræður við Partey hafnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu