Xabi Alonso virtist gefa lítið fyrir það að Rodrygo væri á förum frá Real Madrid, en þetta sagði Spánverjinn eftir að hann var kynntur til leiks sem nýr stjóri liðsins í dag.
Rodrygo hefur undanfarið verið orðaður við brottför, til að mynda við Arsenal, en því hefur verið velt upp hvort Alonso hafi not fyrir Brasilíumanninn.
„Rodrygo er leikmaður okkar. Hann er frábær leikmaður og við komum til með að þurfa á honum að halda,“ sagði Alonso í dag.
Alonso yfirgaf Bayer Leverkusen til að taka við Real Madrid af Carlo Ancelotti. Hann er auðvitað fyrrum leikmaður liðsins.