fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Skoruðu fyrsta markið í hátt í 400 mínútur

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. maí 2025 11:00

Hallgrímur smellir boltanum í netið í gær. Skjáskot: Besta deildin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA vann sinn fyrsta leik í um mánuð og skoraði kærkomið mark í Bestu deild karla á laugardag.

Liðið tók á móti nýliðum Aftureldingar og vann 1-0 sigur með glæsimarki Hallgríms Mar Steingrímssonar. Akureyringar voru aðeins með fimm stig fyrir leik eftir sjö umferðir og sigurinn því kærkominn.

KA hefur bætt varnarleik sinn í síðustu leikjum, en leikurinn á undan fór 0-0, gegn ÍBV. Í gær fylgdi sigurmark með en þetta var fyrsta mark liðsins í deildinni í 388 mínútur. Það var vakin athygli á þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær.

KA er áfram í fallsæti en með jafnmörg stig og ÍBV, sem er í sætinu fyrir ofan, og stutt frá pakkanum sem er fyrir miðri deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok