fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Samfélag áhrifavalda nötrar eftir að Enok virtist gera lítið úr Birgittu Líf – „Settu franskarnar í pokann“

Fókus
Laugardaginn 24. maí 2025 10:31

Birgitta Líf og Enok þegar allt lék í lyndi. Mynd/Instagram @birgittalif

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt fór af hjörunum í samfélagi áhrifavalda í gærkvöldi þegar Enok V. Jónsson virtist gera lítið úr barnsmóður sinni, Birgittu Líf Björnsdóttur með kuldalegri athugasemd á samfélagsmiðlunum

Eins og alþjóð veit voru Enok og Birgitta par í rúm þrjú ár og eignuðust saman son. Þau greindu frá því að sambandi þeirra væri lokið í apríl á þessu ári.

Birgitta Líf nýtur nú lífsins í Cannes, hjarta frönsku ríveríunnar, ásamt vinkoum sínum í LXS en þar halda þær upp á 5 ára afmæli hópsins. Vinkonurnar eru ekki vinsælasti áhrifavaldahópur landsins fyrir ekki neitt og því rignir inn myndum og myndskeiðum á helstu samfélagsmiðla.

Á Tiktok-reikningi Ástrósar Traustadóttur birtist myndband þar sem Birgitta Líf gengur geislandi fram við undirleik lagsins Let me love you með Ariana Grande sem gefur í skyn að hún horfi björtum augum til framtíðar sem einhleyp móðir.

Eitthvað virðist myndbandið hafa farið fyrir brjóstið á Enok sem birti eftirfarandi athugasemd undir myndbandinu: „Settu franskarnar í pokann“

Athugasemd Enoks féll í grýttan jarðveg

Lágmenningarlæsir netverjar voru fljótir að átta sig á skotinu en um er að ræða slangur sem notað er til þess að niðurlægja einhvern og koma honum niður á jörðina. Athugasemd Enoks féll í grýttan jarðveg hjá netverjum sem að létu hann heyra það og háværar umræður sköpuðst um málið á hinum ýmsu spjallsíðum, eins og til að mynda Beauty Tips. Þar túlka margir orð sjómannsins Enoks á þá leið að hann sé að segja Birgittu Líf að fá sér almennilega vinnu.

Hér má sjá Tiktok-myndbandið:

@astrostrausta mother 👑 @Birgitta Líf ♬ original sound – lyrics

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“