Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
ÍA hefur valdið nokkrum vonbrigðum í Bestu deild karla það sem af er móti. Liðið er í næstneðsta sæti með 6 stig eftir 7 leiki.
„Í fyrra voru allir með allt sitt á hreinu, mjög rútineraðir og þéttir til baka, öflugir í skyndisóknum. Nú finnst mér ég ekki sjá neitt, það er allt í fokki varnarlega. Miðjan er slitin og sóknarlega er þetta ekki að fúnkera,“ sagði Hrafnkell.
„Þeir þurfa að setjast niður og finna sín gildi aftur. Það er aðal vandamálið hjá þeim því þetta er nánast sama lið og í fyrra.“