„Yfirleitt vinn ég titil á mínu öðru tímabili,“ sagði Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, í upphafi þessa tímabils. Og ummælin hafa elst ansi vel.
Á miðvikudag sigraði Tottenham Manchester United, 1-0, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, á öðru tímabili Ástralans við stjórnvölin.
Postecoglou var ekkert að grínast með þessum ummælum sínum. Hann hefur alltaf unnið titla með þeim liðum sem hann hefur verið hjá á öðru heila tímabili hans með þau, nái hann þeim tíma.
Gerðist þetta tímabilið 1997-1998 með South Melbourne, Brisbane Roar tímabilið 2011-2012, 2019 með Yokohama og 2022-2023 með Celtic.
Um fyrsta titil Tottenham í 17 ár var að ræða. Tryggir hann ekki aðeins Evrópudeildarbikarinn heldur einnig Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð. Kærkomið fyrir Tottenham þar sem liðið er í 17. sæti í ensku úrvalsdeildinni og ekki nálægt sæti í keppninni þar.
2 – In winning the 2024-25 UEFA Europa League, Spurs manager Ange Postecoglou has maintained his record of winning a trophy in his second full season with a club (1997-98 South Melbourne, 2011-12 Brisbane Roar, 2019 Yokohama F. Marinos, 2022-23 Celtic). Always. #UELfinal pic.twitter.com/sedkuw7Nqd
— OptaJoe (@OptaJoe) May 21, 2025