fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Fræg ummæli Ange sett í samhengi eftir sigurinn á United – Svona er sagan á bak við þau

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. maí 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Yfirleitt vinn ég titil á mínu öðru tímabili,“ sagði Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, í upphafi þessa tímabils. Og ummælin hafa elst ansi vel.

Á miðvikudag sigraði Tottenham Manchester United, 1-0, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, á öðru tímabili Ástralans við stjórnvölin.

Postecoglou var ekkert að grínast með þessum ummælum sínum. Hann hefur alltaf unnið titla með þeim liðum sem hann hefur verið hjá á öðru heila tímabili hans með þau, nái hann þeim tíma.

Gerðist þetta tímabilið 1997-1998 með South Melbourne, Brisbane Roar tímabilið 2011-2012, 2019 með Yokohama og 2022-2023 með Celtic.

Um fyrsta titil Tottenham í 17 ár var að ræða. Tryggir hann ekki aðeins Evrópudeildarbikarinn heldur einnig Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð. Kærkomið fyrir Tottenham þar sem liðið er í 17. sæti í ensku úrvalsdeildinni og ekki nálægt sæti í keppninni þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum