Eins og gefur að skilja fóru íslenskir knattspyrnuáhugamenn mikinn yfir úrslitaleik Evrópudeildarinnar milli Tottenham og Manchester United í kvöld, þar sem fyrrnefnda liðið hafði betur.
Það var allt undir hjá báðum liðum í leiknum og ekki aðeins Evrópudeildarbikarinn undir, heldur einnig sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hvorugt liðið er nálægt því að komast í þá keppni í gegnum ensku úrvalsdeildina, eru í sætunum fyrir ofan fallsvæðið.
Leikurinn var afar gæðalítill og bar þess merki að mikið væri undir. United fékk fleiri færi en það var hins vegar Tottenham sem fann markið á 42. mínútu. Er það skráð á Brennan Johnson en boltinn fór af Luke Shaw og í markið.
United leitaði að jöfnunarmarki í seinni hálfleik og komst nálægt því, sér í lagi þegar Micky van de Ven bjargaði á línu á ögurstundu. Meira var hins vegar ekki skorað og 1-0 sigur Tottenham staðreynd. Um fyrsta titil liðsins í 17 ár er að ræða og um leið er sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð í höfn.
Hér að neðan má sjá umræðuna um leikinn á X í kvöld.
Geggjaður leikur! Hraður, skemmtilegur og fullt af færum #SEGIRENGINNALDREI
— Heiðar Austmann (@haustmann) May 21, 2025
Amorim er á vegferð😅
— Davíð Guðrúnarson (@DaviBirgisson) May 21, 2025
Jæja, svona fór það þá. Leikurinn og tímabilið.
Til lukku, Spurs fólk. Þetta var verðskuldað í kvöld 👏#djöflarnir #fótboltinet
— Halldór Marteins (@halldorm) May 21, 2025
Spikfeitur Luke Shaw má fara koma sér burt frá Manchester
— Sigurđur Gísli Bond (@SigurdurGisli) May 21, 2025
Hörmungar tímabil fullkomnað í Bilbao. Liðið mitt því miður orðið af hálfgerðum nærbuxnaklúbbi. Framtíðin er svört😢
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) May 21, 2025
ÁSTRALINN VAR BUINN AÐ VARA VIÐ ÞESSU 🏆 @hjammi @ingimarh @AntonSverrir
— Viktor Unnar (@Viktorillugason) May 21, 2025
Þessi seinni hálfleikur fer í sögubækurnar sem sá leiðinlegasti og slakasti í sögu fótboltans. Tottenham ákvað að nálgast hann eins og þeir væru Rochdale og United hrottalegir á móti
Fótboltinn þarf naflaskoðun varðandi hvernig hægt er að drepa leiki. Úrslit á að vera spectacle
— Jói Ástvalds (@JoiPall) May 21, 2025
Sturluð staðreynd: KA er í Evrópu tímabilið 25/26 en Man Utd ekki. Tökum það með okkur á koddann í kvöld 😀
— saevar petursson (@saevarp) May 21, 2025