fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. maí 2025 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og gefur að skilja fóru íslenskir knattspyrnuáhugamenn mikinn yfir úrslitaleik Evrópudeildarinnar milli Tottenham og Manchester United í kvöld, þar sem fyrrnefnda liðið hafði betur.

Það var allt undir hjá báðum liðum í leiknum og ekki aðeins Evrópudeildarbikarinn undir, heldur einnig sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hvorugt liðið er nálægt því að komast í þá keppni í gegnum ensku úrvalsdeildina, eru í sætunum fyrir ofan fallsvæðið.

Leikurinn var afar gæðalítill og bar þess merki að mikið væri undir. United fékk fleiri færi en það var hins vegar Tottenham sem fann markið á 42. mínútu. Er það skráð á Brennan Johnson en boltinn fór af Luke Shaw og í markið.

United leitaði að jöfnunarmarki í seinni hálfleik og komst nálægt því, sér í lagi þegar Micky van de Ven bjargaði á línu á ögurstundu. Meira var hins vegar ekki skorað og 1-0 sigur Tottenham staðreynd. Um fyrsta titil liðsins í 17 ár er að ræða og um leið er sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð í höfn.

Hér að neðan má sjá umræðuna um leikinn á X í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Óhugnanleg árás á Spáni – Viðbrögðin komu á óvart

Myndband: Óhugnanleg árás á Spáni – Viðbrögðin komu á óvart
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Reisa styttu af De Bruyne

Reisa styttu af De Bruyne
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sádarnir senda fyrirspurn í þrjá leikmenn Liverpool

Sádarnir senda fyrirspurn í þrjá leikmenn Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United á ágætis séns á að fá Gyokeres

United á ágætis séns á að fá Gyokeres