fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. maí 2025 21:13

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik situr eitt á toppi Bestu deildarinnar eftir að sjöunda umferðin kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Blikar unnu sterkan sigur á Val.

Breiðablik lenti undir snemma leiks þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Val yfir, Andri Rafn Yeoman jafnaði áður en fyrri hálfleikur var á enda.

Blikar skoruðu svo eina mark síðari hálfleiks þegar Óli Valur Ómarsson skoraði. Blikar á toppnum með sextán stig en Valur í sjöunda sæti með sjö stigum minna en Blikar.

Víkingur heimsótti Stjörnuna á sama tíma og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Nikolaj Hansen bjargaði stigi fyrir gestina seint í leiknum. Víkingur er tveimur stigum á eftir Blikum.

FH komst úr botnsæti deildarinnar með góðum sigri á ÍA á útivelli þar sem Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö. Skagamenn fara í ellefta sæti deildarinnar eftir tapið.

Breiðablik 2 – 1 Valur:
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson
1-1 Andri Rafn Yeoman
2-1 Óli Valur Ómarsson

Stjarnan 2 – 2 Víkingur:
0-1 Daníel Hafsteinsson
1-1 Emil Atlason
2-1 Örvar Eggertsson
2-2 Nikolaj Hansen

ÍA 1 – 3 FH:
0-1 Kjartan Kári Halldórsson
1-1 Viktor Jónsson
1-2 Kjartan Kári Halldórsson
1-3 Tómas Orri Róbertsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze