Breiðablik situr eitt á toppi Bestu deildarinnar eftir að sjöunda umferðin kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Blikar unnu sterkan sigur á Val.
Breiðablik lenti undir snemma leiks þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Val yfir, Andri Rafn Yeoman jafnaði áður en fyrri hálfleikur var á enda.
Blikar skoruðu svo eina mark síðari hálfleiks þegar Óli Valur Ómarsson skoraði. Blikar á toppnum með sextán stig en Valur í sjöunda sæti með sjö stigum minna en Blikar.
Víkingur heimsótti Stjörnuna á sama tíma og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Nikolaj Hansen bjargaði stigi fyrir gestina seint í leiknum. Víkingur er tveimur stigum á eftir Blikum.
FH komst úr botnsæti deildarinnar með góðum sigri á ÍA á útivelli þar sem Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö. Skagamenn fara í ellefta sæti deildarinnar eftir tapið.
Breiðablik 2 – 1 Valur:
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson
1-1 Andri Rafn Yeoman
2-1 Óli Valur Ómarsson
Stjarnan 2 – 2 Víkingur:
0-1 Daníel Hafsteinsson
1-1 Emil Atlason
2-1 Örvar Eggertsson
2-2 Nikolaj Hansen
ÍA 1 – 3 FH:
0-1 Kjartan Kári Halldórsson
1-1 Viktor Jónsson
1-2 Kjartan Kári Halldórsson
1-3 Tómas Orri Róbertsson