fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

„Valið á Aroni Einari er umdeilt, sama hvað okkur finnst um það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. maí 2025 10:00

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasti landsliðshópur Arnars Gunnlaugssonar var til umræðu í nýjasta þætti Dr. Football.

Arnar kynnti hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Norður-Írlandi og Skotlandi í næsta mánuði. Þjóðin vill án efa sjá betri frammistöðu frá Strákunum okkar en í slæmu tapi gegn Kósóvó í mars, þar sem liðið féll úr B-deild Þjóðadeildarinnar.

Einn leikmaður sem fékk mikla gagnrýni eftir þá leiki var Aron Einar Gunnarsson, en hann er í hópnum fyrir komandi leiki einnig.

„Valið á Aroni Einari er umdeilt, sama hvað okkur finnst um það. Við erum með Hjört Hermannsson og ég get líka talað um Hlyn Frey Karlsson. Þetta er ungur hafsent sem er að spila á Norðurlöndunum,“ sagði Jóhann Már Helgason í Dr. Football.

Hlynur er fastamaður í lði Brommapojkarna í úrvalsdeildinni í Svíþjóð og Hjörtur hjá Volos í Grikklandi. Aron skrifaði hins vegar nýverið undir nýjan samning við Al-Gharafa í Katar og hefur hann spilað tvo leiki í bikarnum í þessum mánuði.

„Auðvitað hefur Aron aðeins verið að spila upp á síðkastið og kemur því vonandi betur stemmdur í þetta heldur en síðast. En maður setur spurningamerki við þetta,“ sagði Jóhann Már enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze