Það er enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem kemst nálægt sóknarmanninum Erling Haaland sem spilar með Manchester City þegar laun leikmanna eru skoðuð.
Norðmaðurinn Haaland fær 525 þúsund pund á viku sem eru í raun ótrúleg laun en hann fær rúmlega 27 milljónir punda á hverju ári.
Kevin de Bruyne, liðsfélagi Haaland, er í öðru sætinu með 400 þúsund pund líkt og Mohamed Salah sem spilar með Liverpool.
Casemiro hjá Manchester United og Virgil van Dijk eru í fjórða og fimmta sæti en þeir þéna báðir 350 þúsund pund á viku.
Salah og Van Dijk eru nýbúnir að skrifa undir nýjan samning en þeir hefðu annars orðið samningslausir í sumar.
Haaland er langt frá því að vera einn launahæsti leikmaður heims en það er Cristiano Ronaldo sem þénar 3,2 milljónir punda á viku í Sádi Arabíu.
Í fimmta sæti þess lista er varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly hjá Al-Hilal í sama landi en hann fær um 570 þúsund pund á viku.