fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Máttu reka framkvæmdastjóra sem notaði 12 tölvur fyrirtækisins til að grafa eftir rafmynt

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 15. maí 2025 20:00

Bitcoin er vinsælasta rafmyntin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur sýknað fyrirtæki af kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra um greiðslur uppsagnarfrests. Hafði hann notað 12 tölvur fyrirtækisins til þess að grafa eftir rafmynt í eigin þágu.

Framkvæmdastjórinn var ráðinn til starfa 9. apríl árið 2021 en sagt upp tæpu ári seinna, það er 16. mars árið 2022. Í riftunarbréfinu voru tíundaðar ástæður uppsagnarinnar, það er að hann hefði ekki uppfyllt starfsskyldur sínar með ýmsum hætti. Fékk hann ekki greidd laun eftir þann tíma.

Skuldbatt félagið þvert á vilja stjórnar

Þann 21. Janúar árið 2022 fékk hann munnlega viðvörun á fundi um stefnumótun og rekstraráætlun. Þrátt fyrir það hafi félagið ekki fengið í hendur áætlun eða einu sinni drög að henni.

Einnig var sagt að hann hefði skuldbundið félagið til langvarandi samninga þvert á fyrirmæli stjórnarinnar. Þetta séu samningar sem séu félaginu ekki fyrir bestu og valdi því fjárhagslegum skaða.

„Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjármálastjóra hafi starfsmaðurinn ekki skilað inn gögnum um eigin úttektir á veitingastað félagsins. Kallað hafi verið eftir stöðu úttekta úr bókhaldskerfi og upphæðin dregin af launauppgjöri starfsmannsins,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. janúar árið 2024 sem staðfestur var af Landsrétti í dag, 15. maí.

Nýtti tölvur til að grafa eftir rafmynt

Í áréttingarbréfi var svo tekið fram að framkvæmdastjórinn fyrrverandi hafi nýtt 12 tölvur fyrirtækisins til þess að grafa eftir rafmynt og sett ágóðann í eigið rafmyntaveski. Hafi hann því nýtt tölvur fyrirtækisins til persónulegs ávinnings.

Kærði hann sinni fyrri vinnuveitenda og krafðist þess að fá laun á uppsagnarfresti greidd. Það er þriggja mánaða laun auk ökutækjastyrks, orlofs og fleiri starfstengdar greiðslur.

Braut gegn starfsskyldum

Dómari tók hins vegar undir röksemdir hins stefnda vinnustaðar og benti á að samkvæmt lögum um stöðu og ábyrgð framkvæmdastjóra eru gerðar kröfur að þeir sinni starfsskyldum sínum af kostgæfni. Beri meðal annars að gæta þess að starfsemi og skipulag félags sé í réttu og góðu horfi og bókhald sé fært í samræmi við lög og venjur.

Taldi dómari að framkvæmdastjórinn hafi brotið svo gegn starfsskyldum sínum og trúnaðarskyldu að heimilt hafi verið að rifta ráðningarsamningnum.

„Að framangreindu virt er fallist á að áfrýjandi hafi verulega vanefnt skyldur sínar samkvæmt  ráðningarsamningnum og því hafi stefnda verið heimilt á grundvelli ákvæða samningsins að rifta honum án frekari fyrirvara eða aðvörunar. Verður stefndi samkvæmt því sýknaður af kröfum áfrýjanda,“ segir í dóminum og er framkvæmdastjóranum gert að greiða 1,2 milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Í gær

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir
Fréttir
Í gær

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“