fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. maí 2025 16:00

Frá Selhellu 9 í Hafnarfirði. Mynd: Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þrítugur Pólverji hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til stórfelldra fíkniefnabrota. Fyrra brotið var framið í lok ágúst árið 2022. Ákærði er þá sagður hafa reynt að sækja og taka við rúmlega fimm þúsund stykkjum af OxyContin 80 mg töflum, sem ætlaðar voru til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin voru í pappakassa, falin í fjórum pakkningum innan um fatnað og kodda sem hafði verið komið fyrir ofan á pakkningunum. Kom þetta hingað til lands með póstsendingu frá Póllandi. Sambýliskona ákærða var skráður móttakandi sendingarinnar. Lögreglan lagði hald á sendinguna á póstmiðstöðinni við Stórhöfða 32 í Reykjavík og fjarlægði efnin úr pappakassanum. Ákærði sótti sendinguna miðvikudaginn 31. ágúst 2022 á pósthúsið við Höfðabakka 9, Reykjavík, og fór með hana á heimili sitt við götuna Katrínarlind í Reykjavík, en þar var hann handtekinn skömmu síðar.

Síðara brotið var framið á þessu ári, nánar tiltekið í fyrra hluta febrúar. Reyndi ákærði þá að taka á móti rétt tæplega fjórum kg af 3-klórómetýlokatínón. Fíkniefnin voru falin í einum af fimm stálfótum sem komu hingað til lands með póstsendingu frá Póllandi þann 10. febrúar. Lögreglan lagði hald á sendinguna í vöruhúsi Icetransport að Selhellu 9 í Hafnarfirði og fjarlægði efnin úr stálfætinum og kom gerviefnum þar fyrir í staðinn, ásamt hlustunar- og eftirfararbúnaði lögreglu. Ákærði sótti sendinguna í vöruhúsið við Selhellu og kom henni fyrir í bíl sem hann ók áleiðis að Flókagötu í Reykjavík, þar sem hann lagði bílnum. Síðar um daginn ók hann bílnum frá Flókagötu að bensínstöð N1 við Átrúnsbrekku þar sem hann skildi bílinn eftir og fór með strætisvagni á heimili sitt við Katrínarlind. Þar var hann handtekinn skömmu síðar.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“
Fréttir
Í gær

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi
Fréttir
Í gær

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!