fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 14. maí 2025 10:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær, miðvikudaginn 13. maí, mætti Cassandra Venture, eða Cassie eins og hún er kölluð, fyrir dóm og bar vitni gegn tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs. Cassie og Sean voru saman í rúmlega áratug. Þau kynntust þegar hún var nítján ára og hann 37 ára.

Á mánudaginn hófust réttarhöld yfir Diddy. Hann er ákærður fyrir mansal og fjárkúgun og hefur verið í haldi síðan í september. Í gær bar Cassie vitni og fékk kviðdómur að heyra lýsingar af hrottalegu ofbeldi sem hún þurfti að þola í sambandi þeirra. Hún sagði að Diddy hafi stjórnað lífi hennar, beitt hana margvíslegu ofbeldi; líkamlegu, andlegu og kynferðislegu.

Sjá einnig: Meint dagbók Kim Porter varpar óhugnanlegu ljósi á lífið með rapparanum – „Hommapartíin voru eitt, en ungu drengirnir…“

Cassie Ventura og Sean Diddy Combs. Mynd/Getty Images

Cassie, sem er 38 ára og á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum Alex Fine, lýsti því hvernig augu Diddy urðu „bara svört“ þegar hann var ofbeldisfullur.

„Útlitið hans breyttist. Það er erfitt að útskýra það… augun hans urðu bara svört. Sá maður sem ég elskaði var ekki lengur til staðar.“

Hún sagði að það hafi þurft lítið til að hann myndi verða reiður, eins og ef honum fannst hún þurfa að „laga svipinn“ eða „passa hvernig hún talaði.“

Hún sagðist hafa upplifað mikinn ótta í sambandinu og að Diddy hafi verið óútreiknanlegur, sem varð til þess að hún fékk áfallastreituröskun. Hún lýsti einnig andlega ofbeldinu, sem hún sagði að hafi verið á hverjum degi því hún vissi aldrei „hver hann myndi vera þegar hann vaknaði.“

„Ég fann líka stundum að þetta snerist ekki einu sinni um mig, ég gerði bara einhvern svip og næsta sem ég vissi var að ég var slegin í andlitið.“

„Freak-offs“

Cassie var spurð út í kynlífspartýin sem Diddy hélt reglulega, sem hann kallaði „freak-offs“, þar sem vændiskonur og eiturlyf komu mikið við sögu.

Diddy er sagður hafa skipulagt og stjórnað öllu sem fór fram í þessum veislum og var einnig sagður hafa útvegað konunum fíkniefni til að „auka úthald“ og gera þær „samþykkari.“

Cassie sagði í dómsal að Diddy hafi kynnt hana fyrir þessu þegar hún var 22 ára og hafi neytt hana til að taka þátt. Hún sagði að hann hafi stjórnað öllu og „leikstýrt“ henni og annarri manneskju, sem var oft vændiskarl eða strippari. „Ég var ástfangin og vildi gera hann hamingjusaman,“ sagði hún.

Hún sagði að lengsta „freak-off“ partýið hafi verið í fjóra daga og að hún hafi oft verið undir áhrifum fíkniefna. Hún sagði það ekki hafa verið til að skemmta sér, heldur til að lifa þetta af.

Cassie sagði einnig að Diddy hafi tekið hana upp á myndband í þessum aðstæðum og hafi síðan notað það til að kúga hana, sem gerði hana óttaslegna að fara frá honum.

Diddy. Mynd/Getty

Óhugnanlegt myndband

Kviðdómurinn fékk að sjá myndband frá árinu 2016, þegar Diddy gekk harkalega í skrokk Cassie á hóteli. Honum tókst að halda því leyndu í mörg ár en það var síðan opinberað í maí 2024 og fór þá almenningsálit að snúast gegn honum, en fyrir það hafði Diddy alltaf neitað ásökunum Cassie um ofbeldi og kallað hana gullgrafara.

Alríkisfulltrúar gerðu allsherjar leit á heimilum hans í mars í fyrra. Fjöldi kvenna hafa kært hann fyrir hrottalegt kynferðisofbeldi.

Sjá einnig: Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan

Sjá einnig: Hrottalegar lýsingar fyrrverandi kærustu P.Diddy í grafalvarlegri stefnu – Gerði líf hennar að helvíti í tæpan áratug

Skjáksot úr myndbandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum