Hann segir frá þessu í nýjum hlaðvarpsþætti sem hann og Haukur Bragason voru að byrja með sem fékk nafnið: Tveir kallar.
Í fyrsta þætti ræða þeir um vinasambönd karla og segir Haukur að það sé algengt hjá körlum að gera grín að vinum sínum.
„Við þekkjum þetta held ég allir sem eigum einhvern vinahóp að þetta gengur oft rosa mikið út á að einmitt, gera grín, hæðast að útliti, fíflast með eitthvað í lífi vina og svo koll af kolli.“
Þeir ræða meira um vinasambönd karla og segir Þorstein þetta tengjast karlmennsku og segir sögu frá því að hann fór í vettvangsathugun í kynjafræðináminu.
„Þá settist ég inn á ónefnt kaffihús þar sem koma saman karlar og ég var bara að hlusta á umhverfið og þar gerist ein fræg sena í mínum fyrirlestrum. Það eru karlar sem sitja saman að spjalla og þeir eru að tala um utanlandsferðir, tala um alls konar og þetta var einlægt og fallegt og gott og þetta er greinilega þéttur hópur. Svo kemur einhver inn löngu seinna og þá heyrist: „Já, það er mikið að þú lætur sjá þig helvítis auminginn þinn! Ég hélt að þú værir…“ Eitthvað svona, bara drull, yfir allan salinn. Sá sem er að labba inn drullar til baka: „Hvað ert þú að rífa þig, það er ekki eins og þú hafir…“
Og svo bara taka þeir karlaknúsið og berja hvorn annan á bakið og svo fara þeir að spjalla um eitthvað djúsíshit. Og þetta er ógeðslega einkennandi í vináttusamböndum karla og það sem ég velti fyrir mér, hvernig myndi okkur líða ef við myndum actually segja það sem við erum að meina. Eins og þessir gæjar, ef hann myndi segja: „Nei, ég hélt að þú myndir ekki koma. Vá, hvað ég er feginn að sjá þig. Ég saknaði þín, það er svo langt síðan þú hefur mætt.“ Og hinn: „Sömuleiðis.““
Þorsteinn og Haukur ræða nánar um vinasambönd í spilaranum hér að neðan.