fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. maí 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin de Bruyne er í dag orðaður við Liverpool en hann mun að öllum líkindum yfirgefa Manchester City í sumar.

De Bruyne verður samningslaus í sumar en þessi 33 ára gamli leikmaður hefur spilað með City í tíu ár.

Enskir miðlar rifja upp gömul ummæli Trent Alexander Arnold sem vekja nú athygli en þau eru um þriggja ára gömul.

Trent hefur sjálfur ákveðið að kveðja Liverpool en hann sagði á sínum tíma að hann væri mjög til í að spila með De Bruyne hjá félaginu.

,,De Bruyne og Heung Min Son. De Bruyne því ég dáist að honum sem leikmanni. Hans útsjónarsemi, tækni og nákvæmni,“ sagði Trent.

,,Hann er stórkostlegur leikmaður. Það er ógnvekjandi að hugsa út í stoðsendingarnar sem hann hefur átt og færin sem hann skapar.“

,,Son er annar framúrskarandi leikmaður. Hraðinn, færanýtingin og hversu afslappaður hann er fyrir framan markið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester