fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. maí 2025 13:00

Saunabaðið á að fara í notkun á næstunni og íbúarnir óttast mikið ónæði. DV/KHG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í 50 íbúða eldri borgara við Herjólfsgötu 36 til 40 eru ósáttir við að Hafnarfjarðarbær hafi leyft uppsetningu á saunahúsi fyrir framan húsið. Óttast þeir ónæði og rask og vilja saununa burt.

„Það var ekkert haft samband við okkur,“ segir Guðmundur Geir Jónsson, formaður húsfélagsins. En hann sendi inn mótmæli til bæjarins fyrir um viku síðan út af saunahúsinu sem búið er að setja upp en ekki koma í gagnið.

Saunahúsið, sem er á vegum félags sem kallast Herjólfsgufan, var upphaflega sett upp austar í götunni, andspænis Herjólfsgötu 32 til 34. Er það meðal annars hugsað fyrir sjósundsfólk. En íbúar þar mótmæltu staðsetningunni og var hún þá færð. Eldri borgararnir í Herjólfsgötu 36 til 40 voru hins vegar ekki spurðir álits. „Það hefði átt að hafa samband við okkur og leita álits okkar,“ segir Guðmundur Geir.

Rangar forsendur

Í umsögn skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar frá 14. janúar segir að vegna athugasemda íbúa á neðstu hæð Herjólfsgötu 32 sé ekki ráðlegt að framlegnja stöðuleyfið á þáverandi stað.

„Mögulega hentar að færa gufuhúsið 90 m lengra á svæðið fyrir framan Herjólfsgötu 38. Fjölbýlishúsið liggur mun lengra frá götunni, eða u.þ.b. 40 metra, og er jafnframt hærra, sem gerir áhrifin á útsýnið óveruleg. Gufan er aðgengileg frá strandlengjunni upp stígana,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa. Stöðuleyfi var síðan veitt andspænis Herjólfsgötu 36 til 40 þann 29. janúar til eins árs.

Þetta segir Guðmundur Geir vera alrangt. Hið gagnstæða eigi við um hús eldri borgaranna og saunahúsinu hafi verið komið fyrir á röngum forsendum.

Saunabaðið var fært fyrir skemmstu. DV/KHG

„Ástæðan fyrir að láta þetta fyrir framan hjá okkur var sögðu sú að húsið væri ofar í landinu, en það er öfugt. Það er neðar í landinu. Þetta skyggir meira á. Auk þess er húsið nær götunni en það var sagt að það væri fjær,“ segir hann.

Vilja baðið burt

„Þessi framkvæmd kom okkur algerlega á óvart og mótmælum við henni kröftuglega. Bæjaryfirvöld hafa algerlega brugðist okkur með því að ljá máls á slíkri framkvæmd, sem óhjákvæmilega veldur okkur óþægindum og miklu ónæði. Að auki verður ekki annað séð en að umferð um slíkt hús valdi mikilli truflun á eða jafnvel stöðvi umferð gangandi, skokkandi og hjólandi fólki á göngustígnum,“ segir í mótmælabréfinu til bæjarins.

Guðmundur Geir segir að húsfélagið hafi ekki enn þá fengið svör við mótmælum sínum. En hann óttast að það verði óþægindi og mikið ónæði af saunabaðinu sem og frekara rask.

„Við óttumst að það verði ónæði af þessu. Það er mjög lítið pláss þarna í kring. Kallar þetta ekki á einhverja frekari aðstöðu, svo sem snyrtiaðstöðu?“ spyr hann. „Við viljum að þetta fari.“

Málið var rætt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa í gær, 7. maí. Þar var bent á að um tilraunaverkefni væri að ræða og staðsetning valin vegna þess að þar væri um „óverulega útsýnisskerðingu“ að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni