Draumur Arsenal um að vinna loks Meistaradeild Evrópu varð úr sögunni í gær þegar liðið féll úr leik gegn PSG í undanúrslitum.
Arsenal hefur lengi verið að eltast við þann draum að vinna þessa stærstu keppni Evrópu en það án árangurs.
Titlasöfnun Arsenal hefur verið af skornum skammti síðustu ár og eru komin 21 ár frá því að liðið vann ensku deildina.
Stuðningsmenn liðsins voru farnir að leyfa sér að dreyma um sigur í Meistaradeildinni. Netverjar hafa nýtt sér vonbrigði Arsenal og hefur grínið flætt um X-ið.
Patrice Evra: “Watching Arsenal is like Watching Netflix… you always have to wait for the next season” 😂😂 pic.twitter.com/IwMFxpGB7u
— CFC-Blues (@CFCBlues_com) May 7, 2025
Patrice Evra fyrrum bakvörður Manchester United var einn þeirra sem skaut á Arsenal eins og sjá má hér að neðan.
Fleiri myndir hafa komið frá netverjum sem taka enga fanga þegar svona mál koma upp.