Vinir tónlistarmannsins Justin Bieber eru sagðir hafa miklar áhyggjur af peningamálum hans, þar sem hann eyði stórfé í einkaþotur og flottar gjafir, en hann hefur ekki unnið í langan tíma.
Í frétt Page Six er hann sagður bókstaflega kveikja í peningunum sínum og brenna brýr að baki sér þegar kemur að eldri vinum, sem hann er sagður hafa slitið tengsl við.
„Fólk hefur áhyggjur af honum,“ sagði heimildarmaður við The Post. „Hann er bókstaflega að fara í beinni á Instagram að reykja gras og virðast út úr heiminum.“
Eins og DV greindi frá í síðustu viku kom Bieber hingað til lands fyrir viku á einkaþotu, leigði Deplar Farm þar sem nóttin kostar allt að 12 milljónir, en hann er staddur hér á landi til að taka upp nýja tónlist, þá fyrstu í nokkur ár.
Sjá einnig: Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
Sjá einnig: Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Bieber, sem er 31 árs, og eiginkona hans, Hailey Bieber, 28 ára, eignuðust sitt fyrsta barn, soninn Jack Blues, fyrir átta mánuðum. En í stað þess að njóta sín í föðurhlutverkinu hefur Bieber hagað sér undarlega, djammað af kappi, orðinn náinn vinur af því er virðist vafasamt fólks og slitið tengslin við langtíma vini sína, á sama tíma og hann eyðir stórfé.
„Hann flýgur öllum vinum sínum á einkaþotum í afmælisveisluna sína og setur það út um allt Instagram,“ sagði heimildarmaðurinn.
Á tónlistarhátíðinni Coachella fyrr í þessum mánuði sást Bieber reykjandi marijúana nálægt 15 ára bróður sínum, Jaxon, í myndbandi sem birt var á netinu 20. apríl. Í myndbandinu má sjá að svo virðist sem Hailey ýti Jaxon frá bróður hans. Sögusagðir ganga einnig um örðugleika í hjónabandi Bieber og Hailey.
„Hann eyddi 300 þúsund dölum á Nobu á Coachella,“ sögðu heimildarmenn Page Six. „Hann hefur ekki unnið í mjög langan tíma“. Upphæðin er um 40 milljónir króna. Nobu var pop-up veitingastaður á tónlistarhátíðinni, en talsmaður Bieber sagði þetta alrangt og hann hefði ekki snætt þar.
Bieber er metinn á 300 milljónir dala, eftir að hafa gert 200 milljóna dollara samning um að selja útgáfuréttinn á tónlistarskrá sinni árið 2023. Hann hefur ekki gefið út plötu síðan árið 2021 þegar Justice kom út. Í síðustu viku greindi The Hollywood Reporter frá því að hann væri nærri því að klára nýtt verkefni, sem er þá líklega upptökurnar sem Bieber er í hérlendis.
Heimildarmaður Bieber sagði við Page Six að hann væri að vinna að nýju efni og sagði: „Hann er að búa til tónlist, hann er með í að reka tískumerki, hann er nýbakaður faðir – hann er með ýmislegt í gangi í lífi sínu.“
Í september 2022 þurfti Bieber að aflýsa fjölda tónleika í tónleikaferðalagi sínu Justice eftir að hann lamaðist öðru megin í andliti. Hann greindist með Ramsay Hunt heilkenni, sem er taugasjúkdómur, sem leggst aðallega á andlit og þá sérstaklega munn og eyru.
Tap vegna þessa er talið hafa numið 90 milljónum dala í tekjur sem hann hefði aflað á tónleikaferðinni. Bieber er einnig sagður hafa skuldað meira en 20 milljónir dollara til kynningarstjóra tónleikaferðarinnar, AEG. Umboðsmaður hans á þeim tíma, Scott Scooter Braun, greiddi í gegnum fyrirtæki sitt skuldina með láni sem var hagstætt Bieber, sem hefur aðeins greitt hluta af því sem hann fékk að láni, samkvæmt The Hollywood Reporter.
Bieber hefur ekki farið á tónleikaferðalag síðan, en í dag fá tónlistarmenn mestar tekjur sínar þannig.
Á sama tíma á Bieber sex heimili – þar á meðal 26 milljón dala villu í Beverly Hills, 16 milljón dollara heimili í La Quinta og eign í Idaho. Auk þess lifa hjónin lúxuslífi.
„Þau eru stöðugt á ferðalögum, með öryggisverði og engar tekjur koma inn.Hailey, hefur sett á stofn eigið snyrtivörumerki Rhode, og er því frekar fyrirvinnan, en hún er líka mjög eyðslusöm,“ segir heimildarmaður. En þó fyrirtækið sé nokkurra ára og hafi vakið athygli fara tekjurnar sem inn koma aftur í markaðssetningu, og fyrirtækið er því ekki að færa eigandanum tekjur. Segir heimildarmaður að Hailey myndi græða mest á að selja fyrirtækið núna.
Margir lykilstarfsmenn Bieber hafa sagt upp störfum undanfarið. Braun, framkvæmdastjóri hans til langs tíma, sem uppgötvaði Bieber sem ungan kanadískan táning á YouTube árið 2008 og gerði hann að stjörnu – tilkynnti um starfslok í júní 2024. Orðrómur hafði gengið áður í nokkra mánuði um ósamkomulag þeirra á milli.
Aðalumboðsmaður Bieber, Allison Kaye, sagði af sér í janúar. Öryggisstjórinn Kenny Hamilton og starfsmannastjórinn Lauren Walters hafa einnig hætt að vinna með stjörnunni undanfarna mánuði. Bieber hefur hætt að fylgja nokkrum þeirra á Instagram. Fyrr í þessum mánuði, í Instagram færslu sem síðar var eytt sagðist Bieber ekki lengur taka þátt í tískumerkinu Drew House sem hann stofnaði ásamt vini sínum Ryan Good. Hann hvatti aðdáendur sína til að hunsa vörumerkið og sagði „það er ekki lýsandi fyrir mig né fjölskyldu mína eða líf.“
Good var svaramaður Bieber í brúðkaupi hans árið 2019. Þeir félagar stofnuðu Drew House sama ár. Seint í síðasta mánuði greindi Page Six frá því að Good hafi ekki talað við poppstjörnuna í meira en ár – eftir að Good yfirgaf söfnuð þeirra, Churchome í Beverly Hills, Kaliforníu. Fyrrum meðlimir kirkjunnar hafa líkt henni við sértrúarsöfnuð.
Þar sem innri hringur Biebers hefur minnkað hefur prestur kirkjunnar, Judah Smith, að sögn tekið stærra hlutverk í lífi Bieber og viðskiptum.
„Justin byrjaði að bæta Judah við stjórnir, hann er að kaupa 300 þúsund dala Rolex handa honum og fleira dót. Allirí kringum Justin eru hluti af þessari kirkju“.
Færslur Bieber á Instagram hafa einnig valdið því að aðdáendur hafa áhyggjur. Þann 22. mars sagði hann við fylgjendur sína: „Ég held að ég hati sjálfan mig stundum þegar ég finn að ég byrja að verða óekta. Svo man ég að okkur er öllum gert að halda að við séum ekki nóg en ég hata samt þegar ég breyti sjálfum mér manneskjugeðjara.“
Sama dag, í annarri Instagram færslu, viðurkenndi hann: „Ég glími við reiðivandamál,“ og benti á að hann þráði að „vaxa og ekki bregðast svo mikið við.“
Eftir að hann og Hailey giftust, talaði Bieber um að vera reiðubúinn til að stofna fjölskyldu. En aðdáendur tóku eftir að hann var ekki með á myndum sem Hailey birti af sér og syni þeirra um páskana.
Heimildarmaðurinn sem þekkir Bieber og kirkju hans sagði að það væri kominn tími til að fyrrum unglingastjarnan fari að haga sér eins og fullorðinn maður.
„Hann er ekki barn. Hann er fullorðinn maður með barn. Fullorðinn kvæntur maður. Hlaut hann uppeldi þar sem honum var hent fram í sviðsljósið? Vissulega. Hafði hann líka öll forréttindi og alla hæfileika til að gera allt sem hann vildi gera? Já. Á hvaða tímapunkti þarf Justin að taka ábyrgð?“