fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fókus

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið

Fókus
Sunnudaginn 4. maí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórði þátturinn af Veiðin með Gunnari Bender er nú aðgengilegur hér fyrir neðan. Í þættinum kíkir Gunnar í Þjórsá, hið vatnsmikla náttúruundur, og fylgist þar með hjónunum Stefáni Sigurðssyni og Hörpu Hlín Þórðardóttur sem og Haraldi Einarssyni og Birnu Dögg Harðardóttur á fyrstu vakt tímabilsins. Stefán hefur iðulega landað fyrsta laxi ársins en það kom þó ekki í hans hlut þetta árið.

Þættirnir eru unnir í samstarfi við Veiðar.is sem er nýr frétta- og upplýsingavefur um sport- og laxveiðar í íslenskri náttúru. Á vefnum eru nýjustu fréttir úr veiðinni og því sem þar gerist á hverjum tíma, auk viðtala og frásagna af veiðiferðum, reynslu og upplifun einstaklinga og hópa í veiðimennsku.

Gunnar Bender ritstjóri er annálaður áhugamaður um stangveiðar í ám og vötnum sem og auðvitað hafi, og er með áratuga reynslu af sportveiði og veiðimennsku. Gunnar hefur ferðast um landið árið um kring og hitt sportveiðifólk og aðra áhugasama um veiðar og útivist.

Sjá einnig: Svartsýnn barnungur dorgari: „Ég held að það sé ekkert mikill fiskur hérna“

Í þessum ferðum sínum dreifir Gunnar m.a. Sportveiðiblaðinu, einu mest lesna og virtasta tímariti um laxveiðar á Íslandi en Gunnar stofnaði til útgáfunnar fyrir 40 árum og hefur verið þar ritstjóri og útgefandi síðan.

Veiðiþætti Gunnars þekkja margir en hann hefur framleitt slíka þætti um veiðar í villtri náttúru Íslands og frá helstu laxveiðiám landsins. Nokkrir af veiðiþáttum Gunnars eru aðgengilegir á veidar.is og á YouTube rásinni Veiðar.

Hér má horfa á fjórða þáttinn af Veiðinni með Gunnari Bender og fyrir neðan eru fyrri þættirnir þrír:

HB_VEI254.mp4
play-sharp-fill

HB_VEI254.mp4

Þáttur 3: Norðurá heimsótt

Veiðin 2025 - Þáttur 3
play-sharp-fill

Veiðin 2025 - Þáttur 3

Þáttur 2: Dorgveiði í Hafnarfjarðarhöfn

Veiðin 2025 þáttur 2 Dorgveiði í Hafnarfirði.mp4
play-sharp-fill

Veiðin 2025 þáttur 2 Dorgveiði í Hafnarfirði.mp4

Þáttur 1: Jógvan Hansen og félagar á Laxá í Mýrum

Veiðin 2025 þáttur 1 Opnun Langá.mp4
play-sharp-fill

Veiðin 2025 þáttur 1 Opnun Langá.mp4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Hide picture