Tom Heaton er víst ekki að leggja hanskana frægu á hilluna 39 ára gamall og mun taka annað tímabil með Manchester United.
Frá þessu greina enskir miðlar en Heaton fær 45 þúsund pund á viku en spilar engar mínútur á vellinum.
Heaton hefur verið duglegur í að hjálpa öðrum markvörðum United á æfingasvæðinu og er ekki að búast við því að spila leiki félagsins.
Þrátt fyrir engar mínútur ætlar United að bjóða Heaton nýjan eins árs samning og mun hann áfram verða markvörður númer þrjú.
Heaton hefur verið á mála hjá United frá árinu 2021 en hann hefur enn ekki spilað deildarleik fyrir félagið.