fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. maí 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, vildi lítið tjá sig um Viktor Gyokeres, framherja Sporting, á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Athletic Bilbao í Evrópudeildinni í kvöld.

Gyokeres hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting og er líklegt að hann fari. Amorim starfaði með honum hjá portúgalska liðinu áður en hann hélt til Englands. Hann virðist þó ekki hafa nýtt sambönd sín til að reyna að lokka leikmanninn á Old Trafford.

„Ég hef ekkert rætt við hann,“ sagði Amorim við fréttamenn. Hann var svo spurður að því hvort það skipti máli að United myndi ná Meistaradeildarsæti til að geta fengið menn eins og Gyokeres.

Svo gæti farið að United nái Meistaradeildarsæti þrátt fyrir ömurlegt tímabil heima fyrir. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Sigur í þeirri keppnir veitir aðgang að Meistaradeildinni.

„Leikmenn geta ekki komið til Manchester United bara til að spila í Meistaradeildinni. Við þurfum leikmenn sem vilja klæðast treyjunni, ekki þá sem vilja bara spila í ákveðinni keppni,“ sagði Amorim þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester United mögulega úr kapphlaupinu í sumar nema þetta gerist

Manchester United mögulega úr kapphlaupinu í sumar nema þetta gerist
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum
433Sport
Í gær

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans
433Sport
Í gær

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool