Chelsea hefur mikinn áhuga á því að fá Morgan Rogers sóknarsinnaðan miðjumann Aston Villa í sínar raðir.
Rogers er 22 ára gamall og hefur verið frábær á þessu tímabili með Aston Villa.
Hann hefur komið sér inn í enska landsliðið en Rogers ólst upp hjá Manchester City en fór til Middlesbrough áður en Villa keypti hann.
Chelsea telur að Rogers hafi allt sem til þarf til að styrkja liðið og koma því aftur í fremstu röð.
Ólíklegt er að Villa sé tilbúið að selja sinn öflugasta leikmann en hann hefur reynst liðinu afar vel á þessu tímabili.