Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í kvöld.
Breiðablik burstaði nýliða Fram, 7-1. Heiðdís Lillýardóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir, Birta Georgsdóttir, Samantha Smith og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mark hvor fyrir heimakonur áður en Líf Joosdóttir van Bemmel gerði tvennu.
Katrín Erla Clausen skoraði mark Fram, sem missti Sylvíu Birgisdóttir af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik.
Blikar eru með 7 stig eftir fyrstu þrjá leikina en Fram er án stiga.
Þróttur vann þá sterkan útisigur á Víkingi. Markið gerði Kate Cousins.
Þróttur er með 7 stig líkt og Blikar en Víkingur með 3.
Markaskorarar af Fótbolta.net