Jose Mourinho stjóri Fenerbache vill að félagið hans festi kaup á Federico Chiesa frá Liverpool í sumar.
Liverpool keypti Chiesa frá Juventus í ágúst á síðasta ári en kaupverðið var í kringum 12,5 milljón punda.
Þessi 27 ára gamli kantmaður hefur hins vegar ekki fundið sig á Anfield, meiðsli hafa hrjáð hann og tækifærin verið fá.
Chiesa var magnaður á EM 2020 en hefur aðeins spilað 33 mínútur í ensku deildinni í ár.
Mourinho telur að Chiesa geti fundið taktinn í Tyrklandi og vill að eigendur Fenerbache taki upp heftið.