fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hjörvar bendir á eitt atriði sem gæti haft áhrif á hrunið í Hafnarfirði síðustu ár

433
Mánudaginn 28. apríl 2025 20:30

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða FH í Bestu deild karla vekur athygli og umræðu, liðið er á botni deildarinnar með eitt stig eftir fjórar umferðir og erfiðir leikir á næstunni bíða liðsins.

Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football ræddi um málið í nýjasta hlaðvarpi sínu og taldi þar upp eina ástæðu þess að FH hefur undanfarin ár verið í brekku.

Hjörvar telur að leikvöllurinn í Kaplakrika sé ein ástæða þess en í sumar verða tíu af tólf liðum í Bestu deildinni á gervigrasi. Í FH vilja menn spila á grasi og engin áætlun um að breyta því.

„Það er gott innlegg á Dr. Football síðunni þar sem rætt er um hrun FH, þarna skipta peningar máli. FH virtist ætla að taka yfir íslenskan fótbolta, fyrir tíu árum værum við að tala um langbesta klúbbinn. Málið er einn af stöðunum sem þeir hafa sofið á er að fara ekki á gervigras eins og önnur góð lið hérna á landinu, það er að aftra þeim,“ sagði Hjörvar.

Heimir Guðjónsson þjálfar FH. Mynd: DV/KSJ

Heimir Guðjónsson stýrir skútunni hjá FH en hann átti stóran þátt í árangri liðsins á árum áður. „Þeir ná aftur í Heimi Guðjónsson, þeir fara aftur í eitthvað sem gekk vel einu sinni.“

„Þessi viðbjóðslegi endir á tímabilinu þeirra í fyrra er að fylgja þeim. Haldið þið að það sé heitt undir Heimi?,“ sagði Hjörvar.

Jóhann Már Helgason telur að staða Heimis sé ekki í hættu. „Ég held að það sé ekki þannig núna, þeir eiga hrikalega erfitt prógramm. Þeir eiga Val, Víking, ÍA og Breiðablik og svo ÍBV í Eyjum, ef það er allt saman tapleikir þá endar það á einn veg eins og er í fótboltanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea