Ekki er útilokað að Crystal Palace selji Marc Guehi í janúar í stað þess að missa hann frítt næsta sumar.
Ljóst er að Guehi mun ekki skrifa undir nýjan samning og stórlið hafa áhuga.
Liverpool var við það að kaupa Guehi í sumar en eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu, hætti Palace við að selja.
Guehi er enn á óskalista Liverpool en samkvæmt Daily Express eru spænsku risarnir, Barcelona og Real Madrid komin við borðið.
Guehi er 25 ára gamall og hefur reynst frábær leikmaður fyrir Palace en áður var hann hjá Chelsea.