fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Hákon Rafn getur orðið sá nítjándi til að spila í bestu deild í heimi – Gylfi var nálægt því að slá met Hermanns

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Rafn Valdimarsson er að ganga í raðir Brentford í ensku úrvalsdeildinni en félagið greiðir um 500 milljónir króna fyrir þennan öfluga markvörð frá Elfsborg í Svíþjóð.

Hákon Rafn hefur komið sterkur inn í íslenska landsliðið undanfarna mánuði en Aston Villa, FCK, Gent og Anderlecht höfðu öll áhuga á að kaupa hann.

Nafn Brentford hafði ekki komið upp en félagið gekk hratt til verks og samdi um kaupverðið við sænska félagið.

Hákon Rafn verður nítjándi Íslendingurinn sem spilað hefur í deild þeirra bestu á Englandi, fái hann tækifæri í deildinni. Deildin var stofnuð árið 1992 og var Þorvaldur Örlygsson sá fyrsti í röðinni.

Hákon getur orðið annar íslenski markvörðurinn til að spila í deildinni en Rúnar Alex Rúnarsson á einn leik fyrir Arsenal. Árni Gautur Arason var á mála hjá Manchester City en fékk aldrei tækifæri í deildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley hefur verið einni íslenski leikmaðurinn í deildinni síðustu þrjú árin en Rúnar Alex hefur verið lánaður frá Arsenal þrjú tímabil í röð.

Hermann Hreiðarsson lék 332 leiki í deildinni og er leikjahæsti Íslendingurinn, Gylfi kemur næstur í röðinni og er með 318 leik í deild þeirra bestu. Gylfi hefði vafalítið bætt metið hjá Hermanni hefði ekki komið til rannsóknar löreglunnar í Manchester sem tók tvö ár áður en það var fellt niður.

Eiður Smári Guðjohnsen er eini Íslendingurinn til að vinna þessa bestu og sterkustu deildarkeppni í heimi.

Íslendingar í ensku úrvalsdeildinni:
Guðni Bergsson – Tottenham Hotspur, Bolton Wanderers – 1992–93, 1995–96, 1997–98, 2001–03
Eiður Smári Guðjohnsen – Chelsea, Tottenham Hotspur, Stoke City, Fulham – 2000–06, 2009–11

GettyImages

Jóhannes Karl Guðjónsson – Aston Villa, Wolverhampton Wanderers, Burnley – 2002–04, 2009–10
Þórður Guðjónsson – Derby County – 2000–01

GettyImages

Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 2016–
Jóhann Birnir Guðmundsson – Watford – 1999–2000
Aron Einar Gunnarsson – Cardiff City – 2013–14, 2018–19


Brynjar BjörnGunnarsson – Reading – 2006–08
Arnar Gunnlaugsson – Bolton Wanderers, Leicester City – 1997–2002
Heiðar Helguson – Watford, Fulham, Bolton Wanderers, Queens Park Rangers – 1999–2000, 2005–09, 2011–12
Hermann Hreiðarsson – Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth – 1997–98, 1999–2002, 2003–10
Ívar Ingimarsson – Reading – 2006–08
Eggert Gunnþór Jónsson – Wolverhampton Wanderers – 2011–12


Þorvaldur Örlygsson – Nottingham Forest – 1992–93
Rúnar Alex Rúnarsson – Arsenal – 2020–
Gylfi Sigurðsson – Swansea City, Tottenham Hotspur, Everton – 2011–2021
Lárus Sigurðsson – West Bromwich Albion – 2002–03
Grétar Steinsson – Bolton Wanderers – 2007–12

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“