Manchester United 0 – 3 Manchester City
0-1 Erling Haaland(’26, víti)
0-2 Erling Haaland(’49)
0-3 Phil Foden(’80)
Manchester City vann ansi sannfærandi sigur í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er liðið spilaði við granna sína í Manchester United.
Erling Haaland skoraði tvennu í þessari viðureign en fyrra mark hans kom af vítapunktinum í fyrri hálfleik.
Norðmaðurinn bætti við öðru snemma í þeim síðari áður en Phil Foden gerði út um leikinn á 80. mínútu.
Englandsmeistararnir voru mun sterkari aðilinn í þessum leik og áttu sigurinn skilið en Man Utd ógnaði marki gestanna afskaplega lítið.
Manchester City er nú með 24 stig í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum frá toppliði Tottenham.