Drottinn sjálfur kemur fyrir á legghlífum sem Mykhailo Mudryk sóknarmaður Chelsea notar, þær hjálpuðu honum að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið í glær.
Fulham tók á móti Chelsea í lokaleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur byrjað tímabilið hreint hörmulega og þurfti á sigri að halda í gær.
Það gekk eftir því Mykhailo Mudryk kom gestunum yfir á 18. mínútu. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Chelsea. Aðeins mínútu síðar var Armando Broja búinn að tvöfalda forskotið.
Mudryk kostaði Chelsea um 100 milljónir punda í janúar en sóknarmaðurinn ungi frá janúar hefur upplifað erfiða tíma.
Á legghlíf hans má sjá drottinn heilagan mæta og rífa burtu staf úr orði. Í byrjun stendur að þetta sé ekki hægt en að lokum er T-ið úr Can´t fjarlægt og þá kemur orðið „Can“, um að allt sé hægt.