fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433

Solskjær segir að mark Everton hafi ekki átt að standa – ,,Þetta var brot“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. desember 2019 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var nokkuð súr eftir leik við Everton í dag.

United gerði 1-1 jafntefli við Everton á Old Trafford en eina mark gestanna skoraði Victor Lindelof.

Lindelof varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en samkvæmt Solskjær átti það mark aldrei að standa.

Norðmaðurinn segir að Dominic Calvert-Lewin hafi brotið á David de Gea í marki United stuttu áður.

,,Við erum vonsviknir með að fá ekki þrjú stigin. Við vorum hugmyndalausir undir lokin,“ sagði Solskjær.

,,Ef eitthvað lið hefði unnið þennan leik þá hefði það verið við.“

,,Þú ættir ekki að fá svona mörk á þig en það var brot í markinu. Hendurnar hans eru á De Gea þegar hann hittir boltann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“