Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var nokkuð súr eftir leik við Everton í dag.
United gerði 1-1 jafntefli við Everton á Old Trafford en eina mark gestanna skoraði Victor Lindelof.
Lindelof varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en samkvæmt Solskjær átti það mark aldrei að standa.
Norðmaðurinn segir að Dominic Calvert-Lewin hafi brotið á David de Gea í marki United stuttu áður.
,,Við erum vonsviknir með að fá ekki þrjú stigin. Við vorum hugmyndalausir undir lokin,“ sagði Solskjær.
,,Ef eitthvað lið hefði unnið þennan leik þá hefði það verið við.“
,,Þú ættir ekki að fá svona mörk á þig en það var brot í markinu. Hendurnar hans eru á De Gea þegar hann hittir boltann.“