fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433

Steini Halldórs: Höfum ekki fengið á okkur mark síðan Fanndís fór

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. september 2017 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er sérstök tilfining, að spila góðan leik hérna og vinna sannfærandi sigur en vera samt hundfúll,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks eftir 4-0 sigur liðsins á Grindavík í dag.

Það voru þær Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristín Dís Árnadóttir, Rakel Hönnudóttir og Selma Sól Magnúsdóttir sem skoruðu mörk Blika í leiknum en sigur í dag hefði tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn ef Þór/KA hefði misstigið sig á Akureyri gegn FH.

„Við vissum alltaf hvað var að gerast á Akureyri en við létum stelpurnar reyndar ekkert vita af því. Það eina sem við vorum að hugsa um var bara að klára þennan leik og klára hann sannfærandi. Þór/KA stendur uppi sem sigurvegari og ég vil bara nota tækifærið og óska þeim til hamingju, þær eru vel að þessu komnar og áttu þetta skilið.“

„Við getum verið nokkuð ánægð með stelpurnar sem hafa tekið við keflinu í sumar. Við höfum ekki fengið á okkur mark síðan að Fanndís fór, hún er svo lélegur varnarmaður og við vinnum alla leiki sannfærandi þannig að við erum mjög ánægð með það hvernig við brugðumst við þessu brotthvarfi.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona