fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433

Helgi Sig: Menn voru tilbúnir að klára sig fyrir félagið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. maí 2017 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við sýndum það í dag að við getum unnið hvaða lið sem er,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis eftir 1-0 sigur liðsins gegn Breiðablik í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.

Það var Daði Ólafsson sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Fylkismenn því komnir áfram í 16-liða úrslitin.

„Við vorum bara að hugsa um okkur sjálfa í dag. Að vera skipulagðir og sækja hratt á þá með fáum snertingum. Við gerðum það mjög vel í fyrri hálfleik og vorum að fá mjög góð færi áður en við skoruðum úr vítinu.“

„Þeir pressuðu okkur vel í seinni eins og við var að búast en þeir voru ekki að skapa sér nein færi og við vorum bara árásargjarnir þegar að þeir nálguðust vítateiginn okkar. Menn börðust vel og sýndu það að þeir voru tilbúnir að klára sig algjörlega fyrir liðið og félagið.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fær ótrúlega upphæð fyrir eitt laugardagskvöld – Ronaldo þénar það sama í árslaun

Fær ótrúlega upphæð fyrir eitt laugardagskvöld – Ronaldo þénar það sama í árslaun
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valinn bestur á tímabilinu en látinn fara frá Arsenal

Valinn bestur á tímabilinu en látinn fara frá Arsenal
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Fólk er í sjokki yfir líkamlegu ástandi hans á æfingu

Sjáðu myndirnar: Fólk er í sjokki yfir líkamlegu ástandi hans á æfingu
433Sport
Í gær

Auddi var gáttaður á þessari frétt – „Er þá bara panikk á heimilinu? Þetta eru milljarðamæringar“

Auddi var gáttaður á þessari frétt – „Er þá bara panikk á heimilinu? Þetta eru milljarðamæringar“