fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433

Hannes Þór: Kom mér á óvart hvað þeir voru máttlitlir í byrjun

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. október 2017 21:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já ég neita því ekki að það gaf þessum sigri alveg auka kikk að fá að frétta það að Finnarnir skildu taka stig af Króötum,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir 3-0 sigur liðsins á Tyrkjum í kvöld.

Það voru þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason sem skoruðu mörk Íslands í leiknum og er liðið nú á toppi I-riðils með 19 stig í efsta sætinu.

„Það er engin spurning um að þetta er einn af stærstu sigrum landsliðsins. Ef við horfum á allt sem var í húfi hérna og þennan útivöll sem er búið að tala mikið um og hversu erfitt vígi þetta væri.“

„Það var alveg yndislegt hvað leikplanið gekk 100% upp í dag. Að við myndum standa þéttir, halda þeim frá okkur fyrsta korterið. Það kom mér reyndar á óvart hvað þeir voru máttlitlir í byrjun en um leið og við skorum þá verða þeir vonlitlir og þegar að við finnum lyktina af þessu hérna þá göngum við bara á lagið og keyrum yfir þá.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun