fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
433

Helgi Kolviðs: Við erum ekki að fara pressa þá í allar áttir

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. júní 2017 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi leikur leggst mjög vel í mig, það var stefnan að leikurinn hérna heima á móti þeim yrði úrslitaleikur og það tókst,“ sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Króatíu í Laugardalnum í dag.

Ísland tekur á móti Króötum í undankeppni HM þann 11. júní næstkomandi í gríðarlega mikilvægum leik.

Íslenska liðið er í öðru sæti I-riðils með 10 stig, þremur stigum minna en Króatar sem eru á toppnum í riðlinum með 13 stig.

„Þeir voru að skapa sér meira í leiknum úti en við héldum þeim hins vegar vel frá markinu okkar þarna úti. Það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum tekið út úr þeim leik og núna er bara að byggja ofaná það.“

„Þeir eru gríðarlega sterkir varnarlega og það er bara erfitt að skora hjá þeim. Þeir eru mjög vel skipulagðir og þeir leyfa ekki mikið eins og sást í leiknum á móti þeim ytra. Tölfræðin úr síðustu leikjum sýnir að þeir eru alltaf meira með boltann í þessum leikjum sem við höfum spilað á móti þeim.“

„Það er gríðarlega erfitt að ætla fara pressa þá í allar áttir. Það er mikill hraði og reynsla í þeim og mikill bolti. Við verðum skipulagðir á móti þeim og þéttir. Við ætlum samt sem áður ekki að liggja tilbaka og verðum að nýta þau sóknartækifæri sem við fáum.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Rappari sem var að losna úr fangelsi sakar Alli um að skulda sér væna summu

Rappari sem var að losna úr fangelsi sakar Alli um að skulda sér væna summu
433Sport
Í gær

Þetta þarf að gerast svo Ísrael verði hent úr leik – Bandaríkjamenn vilja ekki sjá það gerast

Þetta þarf að gerast svo Ísrael verði hent úr leik – Bandaríkjamenn vilja ekki sjá það gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lykilmaður United missti ástvin og verður ekki með

Lykilmaður United missti ástvin og verður ekki með
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“