fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433

Gústi Gylfa: Það var einhver að tala um það að við hefðum aldrei unnið þá

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. maí 2017 22:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vorum staðráðnir í að gera vel hérna í dag og afar kærkomið að ná í fyrsta sigur félagsins gegn FH,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis eftir 2-1 sigur liðsins gegn FH í kvöld.

Ivica Dzolan kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik áður en Emil Pálsson jafnaði metin fyrir heimamenn á 66 mínútu. Það var svo Þórir Guðjónsson sem skoraði sigurmark Fjölnis á 81 mínútu og þar við sat.

„Við settum leikinn vel upp og það skiptir kannski ekki alltaf máli hvernig þú setur leikinn upp ef leikmennirnir eru ekki með sjálfstraust en það var sjálfstraust í dag í liðinu.“

„Það var einhver að tala um það að við hefðum aldrei unnið þá en þýðir heldur ekkert að mæta hérna í Krikann og vera hræddur, þá endar það bara á einn veg.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fær ótrúlega upphæð fyrir eitt laugardagskvöld – Ronaldo þénar það sama í árslaun

Fær ótrúlega upphæð fyrir eitt laugardagskvöld – Ronaldo þénar það sama í árslaun
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valinn bestur á tímabilinu en látinn fara frá Arsenal

Valinn bestur á tímabilinu en látinn fara frá Arsenal
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Fólk er í sjokki yfir líkamlegu ástandi hans á æfingu

Sjáðu myndirnar: Fólk er í sjokki yfir líkamlegu ástandi hans á æfingu
433Sport
Í gær

Auddi var gáttaður á þessari frétt – „Er þá bara panikk á heimilinu? Þetta eru milljarðamæringar“

Auddi var gáttaður á þessari frétt – „Er þá bara panikk á heimilinu? Þetta eru milljarðamæringar“