Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, átti í útistöðum við stuðningsmenn Liverpool í leik liðanna í Meistaradeildinni í gær.
Eftir sigurmark Virgil van Dijk undir lok leiks sauð gjörsamlega upp úr og Simeone óð upp að stúkunni og lét vel valin orð falla, aðallega að einum stuðningsmanni að því er virðist. Fékk hann rautt spjald í kjölfarið.
More angles of Diego Simeone's exchange with the Liverpool fans that led to his red card 🍿
📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/C3Ruz9tBvq
— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 17, 2025
Stuðningsmaðurinn sem um ræðir skellti sér á samfélagsmiðla í morgun og setti ummæli við myndband af atvikinu. „Fæ ég stoðsendinguna?“ skrifaði hann og á þar við rauða spjaldið.
Simeone var spurður út í átökin eftir leik. Sagði hann hafa soðið upp úr eftir að stuðningsmenn höfðu hreytt í hann fúkyrðum allan leikinn.
„Ég má ekki segja neitt til baka þar sem ég er þjálfari. Viðbrögð mín voru ekki rétt en eftir 90 mínútur af þessu er ekki auðvelt að hemja sig,“ sagði hann og hélt áfram.
„Ég vil ekki fara nánar út í það sem var sagt en vona að Liverpool geti bætt sig í þessum efnum, fundið þá sem eiga í hlut og refsað þeim.“
Myndband af uppákomunni er í spilaranum.