fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. september 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, átti í útistöðum við stuðningsmenn Liverpool í leik liðanna í Meistaradeildinni í gær.

Eftir sigurmark Virgil van Dijk undir lok leiks sauð gjörsamlega upp úr og Simeone óð upp að stúkunni og lét vel valin orð falla, aðallega að einum stuðningsmanni að því er virðist. Fékk hann rautt spjald í kjölfarið.

Stuðningsmaðurinn sem um ræðir skellti sér á samfélagsmiðla í morgun og setti ummæli við myndband af atvikinu. „Fæ ég stoðsendinguna?“ skrifaði hann og á þar við rauða spjaldið.

Simeone var spurður út í átökin eftir leik. Sagði hann hafa soðið upp úr eftir að stuðningsmenn höfðu hreytt í hann fúkyrðum allan leikinn.

„Ég má ekki segja neitt til baka þar sem ég er þjálfari. Viðbrögð mín voru ekki rétt en eftir 90 mínútur af þessu er ekki auðvelt að hemja sig,“ sagði hann og hélt áfram.

„Ég vil ekki fara nánar út í það sem var sagt en vona að Liverpool geti bætt sig í þessum efnum, fundið þá sem eiga í hlut og refsað þeim.“

Myndband af uppákomunni er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn