Guðjón Pétur Lýðsson spilar um helgina það sem líklega verður hans síðasti leikur á glæstum knattspyrnuferli. Hann er gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni þennan föstudaginn.
Þessi frábæri leikmaður kom víða við á ferlinum, vann deild og bikar með Val og átti frábæru gengi að fagna hjá Breiðabliki, uppeldisfélaginu Haukum og víðar.
Þá hélt Guðjón út í atvinnumennsku til Svíþjóðar í eitt tímabil. Óhætt er að fullyrða að ferillinn ytra hefði verið lengri ef ekki væri fyrir alvarlegum veikdinum sem kappinn lenti í, eins og komið er inn á í þættinum.
Guðjón lokar einmitt ferlinum með Haukum um helgina, þó hann útiloki ekki að sprikla með öðru af hans uppeldisfélögum, ef svo má segja, Álftanesi, næsta sumar.
Hlustaðu á þáttinn í spilaranum eða á helstu hlaðvarpsveitum